Kerfisskjöl eru þau skjöl sem er nauðsynlegt að hafa fyrir tiltekin stjórnkerfi. Stjórnkerfi eru aðallega staðlar eins og ISO 9001, ISO 27001 en einnig stjórnkerfi tengd lögum og reglum. Dæmi um slíkt væri ÍST-85 en Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna en í þeim lögum er að finna ákvæði um Jafnlaunavottun og Jafnlaunastaðfestingu, Annað dæmi um slík stjórnkerfi væri Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga en í þeim lögum er að finna margvíslegar kröfum um skjölun og vinnureglur,áhættumat og annað slíkt. Öll stjórnkerfi gera semsagt kröfu um ákveðin skjöl ,stefnuskjöl, vinnureglur og annað slíkt sem fyrirtæki sem vilja sýna hlíti við viðkomandi staðal eða lög, komi sér upp og eigi aðgengileg og uppfærð.
Við höfum höfum sett upp öll þessi skjöl á íslensku fyrir neðangreint :
- Jafnlaunavottun
- Jafnlaunastaðfestingu
- Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
- ISO 27001
- ISO 9001
Oftar en ekki þarf einnig að koma til einhver innleiðingarráðgjöf líka varðandi sértæka þætti (t.d launagreiningar Jafnlaunakerfis, áhættumat í upplýsingaöryggiskerfum o.fl) en þessi skjöl geta reynst gagnlegur vegvísir fyrir verkefnisstjóra innleiðinga hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Vinsamlega hafið samband á infoguard@infoguard.is til að fá meiri upplýsingar