Infoguard.is er vefur um ráðgjafaþjónustu á sviði stjórnkerfa og Microsoft 365 öryggislausna. Undir stjórnkerfi falla staðlar fyrir upplýsingaöryggi (ISO 27001), gæðakerfi(ISO 9001), jafnlaunavottun (ÍST-85) og Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (nr.90/2018).
Infoguard ehf hefur starfað við ráðgjöf fyrir stjórnkerfi um árabil og séð um innleiðingar á stjórnkerfum fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir og hefur áratuga reynslu af upplýsingaöryggi sem tölvuendurskoðandi, innri úttektaraðili og gæða og öryggisstjóri. Með tilkomu Microsoft 365 og Microsoft Purview sérstaklega hafa opnast verkfæri fyrir stjórnun upplýsingaöryggis sem áður voru ekki möguleg. Af þeim sökum hafa starfsmenn fyrirtækisins aflað sér viðeigandi faggildingarprófa(SC-400 og SC-900) frá Microsoft fyrir að sjá um ráðgjöf vegna Microsoft Purview. Þar sem Microsoft Azure er mjög mikilvægur þáttur í Microsoft 365 þá hefur ráðgjafi einnig tekið grunnpróf í Microsoft Azure(AZ-900).
Microsoft faggildingar
- AZ-900 Microsoft Certified: Azure Fundamentals
- SC-900 Microsoft Certified: Security, Compliance, and Identity Fundamentals
- SC-400 Microsoft Certified: Information Protection and Compliance Administrator Associate
Aðrar fagvottanir
- Lead Auditor ISO 27001
- CIA – Certified Internal Auditor
- CFSA – Certified Financial Services Auditor
- CISA – Certified Information Systems Auditor
- CIPP/e -Certified Information Privacy Professional/Europe
- CISM- Certified Information Security Manager
- Vottaður úttektarmaður Jafnlaunakerfa
Ef þú hefur áhuga á að vita meira um þá vöru og þjónustu sem í boði er, endilega sendu mér póst á infoguard@infoguard.is